Hafðu samband

Egill Vignisson
Tengiliður John Tailor á Íslandi
Sími 893 5779

Við tökum persónulega þjónustu skrefinu lengra!

Veldu úr flokki sérvalinna efna, leggðu inn pöntun og fáðu persónulega ráðgjöf í framhaldinu.

Byrjaðu hér!

Smelltu á þann vöruflokk sem þú vilt skoða

Jakkaföt Jakkar Skyrtur Chinos Bindi

Hvernig virkar þetta?

1.

Þú skoðar úrvalið hvar og hvenær sem þér hentar

2.

Þú velur vörur og leggur inn pöntun

3.

John Tailor fer yfir pöntunina

4.

Við höfum samband við þig og staðfestum endanlega pöntun

Hversu nákvæmar eru myndirnar?

Flíkurnar eru vissulega tölvugerðar en þær eru unnar upp úr ljósmyndum í mjög hárri upplausn af sjálfum efnunum. Við viljum því meina að þessi nálgun gefi ekki bara nákvæma mynd af efninu heldur einnig af flíkinni eins og hún mun líta út. Það að sjá endanlegt útlit fyrir sér er eitthvað sem við höfum eðlilega ekki getað boðið upp á áður og er þetta því kærkomin viðbót við þjónustuna.

Er hægt að treysta því að fá nákvæmlega efnið sem valið er?

Já, algjörlega 100%! Við teiknuðum allar flíkurnar upp úr eigin lager af efnum. Allt sem þú sérð er frá okkur sjálfum komið.

Hvað ef ég vil annan lit á tölurnar?

Að sjálfsögðu verður hægt að velja sínar persónulegu útfærslur alveg eins og þegar þú hittir klæðskerann. Einmitt þess vegna höfum við samband við þig og yfirförum pöntunina með hliðsjón af þinni sögu hjá okkur.

Share by: